Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

Um META

META-Circle_small.gif

META, Multilingual Europe Technology Alliance (tæknibandalag um margmála Evrópu) leiðir saman vísindamenn, tæknifyrirtæki, notendur máltækni (bæði einstaklinga og fyrirtæki), sérfræðinga á sviði tungumála og aðra hagsmunaaðila innan upplýsingasamfélagsins. META undirbýr metnaðarfullt sameiginlegt fjölþjóðaátak til að efla máltækni (tungutækni) sem tæki til að raungera þá sýn að Evrópa verði heildstæður stafrænn markaður og upplýsingasvæði.

Nauðsyn er á öflugu samstilltu átaki allrar álfunnar í rannsóknum og tækniþróun á sviði máltækni til að raungera búnað til sjálfvirkra þýðinga, margmála upplýsingaleitar, þekkingarstjórnunar og framleiðslu á efni fyrir öll Evrópumál. Þetta  átak mun einnig hraða þróun auðskiljanlegs mállegs viðmóts á fjölbreyttri tækni, allt frá heimilistækjum og ökutækjum til tölva og vélmenna.

META-NET Lines of Action

Máltækni auðveldar samskipti og samvinnu þvert á tungumál, tryggir notendum allra tungumála álfunnar jafnan aðgang að upplýsingum og þekkingu (einkum á hinum sameiginlega stafræna markaði), byggist á netvæddri upplýsingatækni og eykur virkni hennar.

Á bak við META stendur META-NET, öndvegisnet sem hefur það hlutverk að hlúa að tæknilegum undirstöðum margmála evrópsks upplýsingasamfélags.