Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

Hlutverk

META-Circle_small.gif

META-NET er öndvegisnet sem hefur það hlutverk að hlúa að tæknilegum undirstöðum margmála evrópsks upp­lýsinga­samfélags. Máltækni mun

auðvelda samskipti og samvinnu þvert á tungumál,

tryggja notendum allra tungumála jafnan aðgang að upplýsingum og þekkingu,

byggja á og efla virkni netvæddrar upplýsingatækni.

Nauðsyn er á öflugu samstilltu átaki allrar álfunnar í rannsóknum og tækniþróun á sviði máltækni til að raungera búnað til sjálfvirkra þýðinga, margmála upp­lýsinga­leitar, þekkingarstjórnunar og framleiðslu á efni fyrir öll Evrópumál. Þetta  átak mun einnig hraða þróun auðskiljanlegs mállegs viðmóts á fjölbreyttri tækni, allt frá heimilistækjum og ökutækjum til tölva og vélmenna.

Í þessu skyni vinnur META-NET að uppbyggingu tæknibandalags um marg­mála Evrópu (Multilingual Europe Technology Alliance, META) með því að leiða saman vísindamenn, tæknifyrir­tæki, notendur máltækni (bæði ein­staklinga og fyrirtæki), sérfræðinga á sviði tungumála og aðra hagsmunaaðila innan upp­lýsinga­samfélagsins. META undirbýr metnaðar­fullt sam­eiginlegt fjölþjóðaátak til að efla máltækni sem tæki til að raungera þá sýn að Evrópa verði heildstæður stafrænn markaður og upplýsinga­svæði.

META-NET Lines of Action

 

META-NET vinnur að þessum markmiðum með því að beita sér fyrir þrenns konar aðgerðum:

  1. fóstra kvikt og áhrifamikið samfélag kringum sameiginlega sýn og útfærða rannsóknarstefnu (META-VISION),
  2. skapa opinn og dreifðan vettvang til að skiptast á og deila gögnum (META-SHARE),
  3. byggja brýr til skyldra tæknisviða (META-RESEARCH).
  4.  

     

    Sækja kynningarblöðung META.