Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

Tengist! Verið með!

Hvernig hægt er að taka þátt í starfinu

 • Gangið í META – Með því að ganga í META sýnir þú stuðning þinn við mark­miðin með frumkvæði okkar. Þannig gerir þú okkur líka kleift að upplýsa þig beint um áhugaverðar fréttir og þróun, og leita viðbragða við málefnum sem varða máltæknisamfélagið. Með þátttöku í META liðsinnir þú öðrum sérfræð­ingum og hagsmunaaðilum frá rannsóknarstofnunum, iðnfyrirtækjum og öðrum á sviði margmála máltækni í því að móta framtíð sviðsins og vernda og efla um leið mállegan fjölbreytileika Evrópu. Það er mjög einfalt að ganga í META – til þess þarf aðeins að fylla út skráningarform á netinu. Þátttaka í META er ókeypis og felur ekki í sér neinar fjárhagslegar skuldbindingar.
 • Takið þátt í umræðum á netinu – Sú hugmyndavinna sem liggur að baki útfærðri rannsóknarstefnu um evrópska máltækni hefur hag af meiri þátt­töku máltæknisamfélagsins og samspili við það. META-NET hefur ýtt þessu ferli úr vör með því að leiða saman sérfræðinga til að hefja söfnun sláandi hug­mynda að búnaði sem menn sjá fyrir sér. Niðurstöður fyrstu funda rýnihóp­anna (Vision Groups) eru til umræðu á netinu. Leggðu orð í belg, kynntu okkur hugmyndir þínar og veittu okkur endurgjöf. Þetta verður síðan notað til að móta endanlega þá sýn og rannsóknarstefnu sem META-NET setur fram.

   

 • Ráðstefnur og aðrir viðburðir – META-NET er mjög virkt í ráðstefnum og öðrum viðburðum innan máltækni og skyldra sviða.

   

 • Félagsmiðlar – Með því að tengjast okkur á Facebook og LinkedIn er auðvelt að vera í sambandi við META-NET og máltæknisamfélagið og dreifa upplýs­ingum til vina og samstarfsmanna.

   

 • Útbreiðsla – Ef þér hugnast það sem við erum að gera skaltu endilega lið­sinna okkur með því að segja öðrum frá því. META er félagslegt verkefni. Með kynningu á því aðstoðar þú við að stækka og bæta þetta samfélag. Ef markmið okkar eiga að nást þurfum við að ná til fjölbreyttra áhugahópa, allt frá sérfræðingum á sviði rannsókna og þróunar til notenda þeirrar margmála tækni sem við sjáum fyrir okkur í framtíðinni. Látið vini ykkar, samverka­menn, stúdenta, stjórnendur og aðra sem kynnu að hafa áhuga eða skoðun á málinu vita hver við erum, hvað við erum að gera, og hvernig þeir geta líka verið með. Með stórt og fjölbreytt samfélag að baki markmiðum okkar getur META náð nægilegum styrk til að hafa raunveruleg áhrif á það hvernig mál­tækni getur gert mögulegt og öruggt að Evrópa verði margmála til frambúðar.

   

 • Verið upplýst – Það er heilmikið um að vera í META-NET og á sviðinu í heild. Fylgist með því sem er að gerast með því að heimsækja vefinn reglulega og skoða nýjar bloggfærslur, nýjungar á vefnum og ný atriði á umræðuvefjunum.

Verið með, deilið viðhorfum ykkar og segið frá verkefninu. Saman getum við mótað framtíð máltækni í og handa margmála Evrópu.

Hverjir ættu að vera með?

Rannsóknarmönnum, tæknimönnum, sérfræðingum og stjórnendum sem þróa, versla með eða nota máltækniafurðir býðst í META einstætt tækifæri til að fá upplýsingar, leggja fram hugmyndir eða vinna í þágu einstakra tungumála með því að taka þátt í sérfræðilegum umræðum, vinnuhópum og skipulagningu at­hafna sem munu móta mállega framtíð Evrópu.

Verkefnum á sviði rannsókna og tækniþróunar býðst að taka þátt í META-SHARE og fá þannig aðgang að safni mállegra gagna og tæknibúnaðar um leið og þau aðstoða við að skipuleggja og bæta þá þjónustu sem META veitir.

Fyrirtækjum er velkomið að leggja fram hugmyndir sínar að vörum og þjónustu, taka þátt í skipulagsferli META og nýta það til að koma sér upp ábatasömum viðskipta­samböndum.

Skólar og uppfræðendurblaðamenn og fjölmiðlarstjórnmálamenn, opinberar stofnanir og ýmiss konar samtök eru hvött til að taka þátt í opinni umræðu um hugsjónina um raunverulega margmála upplýsingasamfélag og leiðina að því.

Rödd þín er mikilvæg, rétt eins og tungumálið sem þú tjáir þig á. Með því að ganga til liðs við META leggur þú þitt af mörkum til að móta framtíð evrópsks málumhverfis.