Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

Útfærð rannsóknaáætlun META-NET fyrir margmála Evrópu 2020

Útdráttur

Sækið alla skýrsluna á PDF sniði!

Fyrsta útgáfa META-NET skýrslunnarÚtfærð rannsóknaáætlun META-NET fyrir margmála Evrópu (Strategic Research Agenda for Multilingual Europe 2020 (SRA)) kom út 11. júlí 2012 eftir rúmlega tveggja ára vinnu. Þetta skjal er árangurinn af samvinnu hundruð sérfræðinga á rannsóknastofnununum og úr iðnaðinum. Megintilgangur SRA er að vekja athygli á máltækni í Evrópu og upplýsa stjórnmálamenn og stefnumótandi aðila á innlendum og alþjóðlegum vettvangi um væntanlega fjármögnunarmöguleika í Horizon 2020 og Connecting Europe Facility (CEF).

VIÐ ÞURFUM Á HJÁLP ÞINNI AÐ HALDA!

Við viljum bjóða þér að sækja SRA skýrsluna og hjálpa okkur með eftirfarandi atriði.

  1. Vinsamlegast látið okkur vita ef skýrslan nær þeim tilgangi  sem lýst er hér að framan.
  2. Við þurfum fleiri vitnisburði frá vísindamönnum og enn fremur frá fulltrúum iðnaðarins! Hefur þú skoðun á margmála Evrópu og SRA? Endilega segðu okkur frá því! Styður þú SRA og stefnumörkun okkar? Vinsamlegast láttu okkur þá vita! Hvort sem skilaboðin eru stutt eða löng þá eru þau vel þegin! Við munum nota vitnisburð þinn ásamt öðrum vitnisburðum á bakhlið SRA, inni í skýrslunni eða á vefsíðu okkar.
  3. Ef þú hefur í fórum þér áhugaverð gögn, sannfærandi tölur eða tölur yfir ákveðin markaðssvæði sem gætu hentað SRA og sem myndu styrkja boðskapinn, vinsamlegast sendu það til okkar!
  4. Í sjötta kafla er fjallað um forgangs rannsóknastefin þrjú en einnig hugmyndir að evrópskum þjónustuvettvangi fyrir máltækni. Í þessari útgáfu ákváðum við að gefa rannsóknastefjunum og evrópska þjónustuvettvangnum ekki nafn. Hefur þú kannski hugmynd að góðu nafni sem hægt væri að nota sem alþjóðlegt vörumerki yfir stefin og þjónustuvettvanginn? Ef svo, endilega hafðu samband!
  5. Þér er velkomið að senda SRA til allra áhugasamra starfsfélaga sem gætu komið með gagnlegar athugasemdir og innsæi sem nýst gætu í lokagerð skjalsins.

Vinsamlega sendið viðbrögð ykkar til georg.rehm@meta-net.eu fyrir 15. september 2012. Öll viðbrögð verða tekin til athugunar fyrir lokaútgáfu SRA, sem gefin verður út í nóvember 2012.

Þakka þér kærlega fyrir hjálpina og stuðninginn!

Tækniráð META

null

Priority Research Themes

Þetta skjal

Eldri skjöl