Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

META-VISION

META Vision

 

Eitt meginmarkmið META-NET er að koma fram með útfærða rannsóknarstefnu (Strategic Research Agenda, SRA) um tilhögun máltækni í Evrópu. Áætlunin mun hafa að geyma almennar tillögur, hugmyndir að máltæknistuddum búnaði sem menn sjá fyrir sér og tillögur að sameiginlegum aðgerðum sem verði lagðar fyrir bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og stofnanir einstakra þjóða og landsvæða.

Auk þess sem almenningur getur tekið þátt í ferlinu öllu í umræðuvettvangi á netinu taka fjórir hópar innan verkefnisins þátt í mótun framtíðarsýnar. Meginverkefni þriggja sviðsbundinna rýnihópa (Vision Groups; þýðing og staðfærsla, fjölmiðlar og upplýsingaveitur, og gagnvirk kerfi, sjá hér á eftir) er að koma fram með hugmyndir og hugtök um máltæknistuddan búnað sem þeir sjá fyrir sér, hver á sínu sviði, og leggja til efni í spár um framtíðarhorfur á tæknisviðinu.

Fjórði hópurinn sem tekur þátt í því að móta framtíðarsýn er tækniráð META. Skýrslur með samsöfnuðum og samþjöppuðum niðurstöðum rýnihópanna eru nú til umræðu og úrvinnslu í tækniráði META sem hélt upphafsfund sinn í Brussel 16. nóvember 2010. Ráðið mun vinna úr þeim fyrstu drög að rannsóknarstefnunni (SRA). Þessi rannsóknarstefna mun endurspegla skoðanir og þarfir allra hagsmunaaðila sem hafa tekið þátt í mótun framtíðarsýnar og mun m.a. hafa að geyma tillögur að samstilltum aðgerðum.

Skýrslur rýnihópanna, rannsóknaráætlunin og aðrar afurðir hugarflugsferlisins verða nýttar til að koma skilaboðum META á framfæri við stefnumótendur, fjármögnunaraðila á sviði opinbers rekstar og einkarekstrar, sem og almenning.

META-VISION ferlið

Mikilvægt er að leggja áherslu á að öllum er velkomið að taka þátt í því að móta framtíðarsýn gegnum umræðuvettvang okkar á netinu, með því að hafa samband við okkur í tölvupósti eða snúa sér til okkar á ráðstefnum.

Mikilvæg áfanganiðurstaða af META-VISION ferlinu er skjalið The Future European Multilingual Information Society (PDF). Allir eru hvattir til að lesa skjalið, dreifa því og ræða það, og koma viðbrögðum og hugmyndum á framfæri á  umræðuvettvangi okkar á netinu.

Meðlimir og þátttakendur

 • Skrá um alla meðlimi rýnihópanna
 • Skrá um meðlimi í tækniráði META (Technology Council)
 • Rýnihópurinn þýðing og staðfærsla

  Svið
  Tæknileg skjölun, upplýsingar fyrir neytendur, opinber fréttabréf, staðfærsla notendaviðmóts, leikir, þjónustur, o.s.frv.
  Hagsmunaaðilar
  Hugbúnaðarfyrirtæki, leikjafyrirtæki, stórnotendur þýðingaþjónustu, þýðingastofur, staðfærsluiðnaður, o.s.frv.
  Fundir
  Berlín, Þýskalandi, 23. júlí 2010; Brussel, Belgíu, 29. september 2010; Prag, Tékklandi, 7.-8. apríl 2011
  Stjórnendur
  Hans Uszkoreit (DFKI, Þýskalandi) og Josef van Genabith (DCU/CNGL, Írlandi)
  Meðlimir
  Meðlimir þessa rýnihóps
  Kynningar
  Kynning Jörg Porsiel (META-FORUM 2010)
  Kynning Josef van Genabith (fundur tækniráðs META)
  Skýrslur
  Niðurstöður tveggja fyrstu fundanna (drög)

  Rýnihópurinn fjölmiðlar og upplýsingaveitur

  Svið
  Tónlistar- og kvikmyndaiðnaðurinn, fréttir, rafræn bókasöfn, gáttir, leitarvélar, o.s.frv.
  Hagsmunaaðilar
  Fjölmiðlafyrirtæki, vefþjónustur, leitarvélaþjónustur, gagnageymslur, o.s.frv.
  Fundir
  París, Frakklandi, 10. september 2010; Barcelona, Spáni, 15. október 2010; Vín, Austurríki, 1. apríl 2011
  Stjórnendur
  Stelios Piperidis (ILSP, Grikklandi) og Margaretha Mazura (EMF, Belgíu/Bretlandi)
  Meðlimir
  Meðlimir þessa rýnihóps
  Kynningar
  Kynning Philippe Wacker (META-FORUM 2010)
  Kynning Stelios Piperidis (fundur tækniráðs META)
  Skýrslur
  Niðurstöður tveggja fyrstu fundanna (drög)

  Rýnihópurinn gagnvirk kerfi

  Svið
  Aðstoð í farsíma, samræðuþýðing, símaþjónustuver, o.s.frv.
  Hagsmunaaðilar
  Hugbúnaðarframleiðendur og þjónustuaðilar fyrir farsíma, símafyrirtæki, þjónustuver, leikjaiðnaður, o.s.frv.
  Fundir
  París, Frakklandi, 10. september 2010; Prag, Tékklandi, 5. október 2010; Rotterdam, Hollandi, 28. mars 2011
  Stjórnendur
  Joseph Mariani (LIMSI/CNRS, Frakklandi) og Bernardo Magnini (FBK, Ítalíu)
  Meðlimir
  Meðlimir þessa rýnihóps
  Kynningar
  Kynning Alex Waibel (META-FORUM 2010)
  Kynning Joseph Mariani (fundur tækniráðs META)
  Skýrslur
  Niðurstöður tveggja fyrstu fundanna (drög)

  Kynning niðurstaðna

  Niðurstöður fyrstu fundalotu rýnihópanna voru kynntar á netmálstofu META-NET á ICT 2010 28. september 2010. Niðurstöður annarrar fundalotu rýnihópanna voru kynntar á META-FORUM 2010 í Brussels (17.-18. nóvember 2010). Nýjasta áfangaskýrslan um META-VISION ferlið er skjalið The Future European Multilingual Information Society (PDF). Framhaldsniðurstöður voru kynntar á META-FORUM 2011 í Búdapest (27.-28. júní 2011).