Personal tools
A Network of Excellence forging the
Multilingual Europe Technology Alliance

Hvítbókaröð META-NET

Evrópsk tungumál á stafrænni öld

31 bindi sem taka til 30 evrópskra tungumála

Baskneska, búlgarska, danska, enska, eistneska, finnska, franska, gallíska, gríska, hollenska, írska, íslenska, ítalska,katalónska, króatíska, lettneska, litháíska, maltneska, norska(bókmál), norska(nýnorska), pólska, portúgalska, rúmenska, serbíska, slóvakíska, slóvenska, spænska, sænska, tékkneska, ungverska, þýska.

Örstutt yfirlit

Markmið og umfang

META-NET, öndvegisnet sem samanstendur af 60 rannsóknamiðstöðvum í 34 löndum, hefur það hlutverk að hlúa að tæknilegum undirstöðum margmála evrópsks upplýsingasamfélags.

META-NET vinnur að mótun META, tæknibandalags um margmála Evrópu. Kostirnir sem máltækni býður upp á eru mismunandi frá tungumáli til tungumáls. Það á einnig við um þær aðgerðir sem nauðsynlegt er að META-NET ráðist í, enda fara þær eftir þáttum eins og þeim hversu flókin tungumálin eru, stærð málsamfélagsins, og því hversu margar rannsóknamiðstöðvar eru starfandi á málsvæðinu.

META-NET hvítbókaröðin um tungumál, „Tungumál í evrópsku upplýsingasamfélagi“, greinir frá stöðu Evrópumála með tilliti til máltækni og tiltekur helstu áhættuþættina. Röðin tekur til allra opinberu Evrópumálanna og nokkurra annarra tungumála sem töluð eru í Evrópu. Þrátt fyrir að áður hafi birst mikilvægar og greinargóðar rannsóknir á ákveðnum þáttum tungumála og tækni hefur ekki áður verið til auðskilið og aðgengilegt yfirlitsrit um stöðu máltækni í hverju máli fyrir sig. META-NET hvítbókaröðin fyllir í það skarð.

Tilvitnanir og vitnisburðir

  • Andrius Kubilius (forsætisráðherra Litháen): “Litháíska hefur haldið nánum tengslum við frumtunguna, indó-evrópsku, og uppfyllir þarfir nútíma tungumáls einstaklega vel. Hins vegar eru virkir notendur málsins aðeins um nokkrar milljónir og það er því á ábyrgð Evrópusambandsins að varðveita tunguna fyrir komandi kynslóðir. Hvernig haldið verður áfram að þróa upplýsingatæknina mun ráða framtíð litháískunnar.”
  • Dr. Danilo Türk (forseti Slóveníu): “Það er áríðandi að máltækni fyrir slóvensku verði þróuð markvisst ef við viljum að Slóvenía blómstri í hinum stafræna heimi. ”
  • Valdis Dombrovskis (forsætisráðherra Lettlands): “Fjölbreytileg menning, hefðir og tungumál eru einn af mikilvægustu fjársjóðum Evrópu og það er skylda okkar að varðveita þessa arfleifð fyrir komandi kynslóðir. Fyrir lítil tungumál eins og lettnesku er það lykilatriði að fylgjast með sífellt auknum hraða og vaxandi tækniþróun. Eina leiðin til að tryggja framtíð tungumála okkar er að veita notendum þess jöfn tækifæri á við notendur stærri tungumála. Þess vegna felst tækifæri okkar í því að vera í fararbroddi nútíma tækni. ”
  • Próf. Dr. Annette Schavan (menntamálaráðherra Þýskalands): “Eðlilslæg fjöltyngi Evrópubúa, ásamt sérþekkingu á vísindum, skapa fullkomnar forsendur þess að þróa máltækni. META-NET býr til ný tækifæri til þróunar á gegnumsmeygri margmála máltækni.”
  • Allar tilvitnanirnar og vitnisburðirnir (56)

Fólk

Vantar tungumálið þitt?

Vantar þitt ríkismál eða svæðismál í núverandi útgáfu META-NET hvítbókaraðarinnar eins og hún er kynnt hér á síðunni? Ef þú telur þig geta komið saman hóp fagfólks á sviði málvísinda, tölvumálvísinda og máltækni hafðu þá samband við annan ritstjóra hvítbókaraðarinnar Georg Rehm.

null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null null